Þetta eru markahæstu leikmenn í sögu Englands – Kane bætti metið í gær – DV

0
146

Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins er orðinn markahæsti leikmaður enska karlalandsliðsins frá upphafi, þetta varð ljóst eftir að hann skoraði annað mark Englands í leik gegn Ítalíu í undankeppni EM sem fram fór í gær.

Markið skoraði hann úr vítaspyrnu og var um að ræða 54. mark hans á landsliðsferlinum og bætir hann þar með met Wayne Rooney sem stóð í 53 mörkum.

Enn fremur er Harry Kane markahæsti fyrirliði Englands frá upphafi, sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk úr vítaspyrnum fyrir landsliðið, sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk á einu ári fyrir landsliðið og sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk á stórmótum.

Hér að neðan er listi yfir markahæstu leikmenn í sögu Englands.

Enski boltinn á 433 er í boði