4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Þetta eru orðin tvö sem Cavani kann í ensku – Ætlaði ekki að móðga neinn

Skyldulesning

Enn af öfugsniða

Fyrri hluti októbermánaðar

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur til morguns til að gefa út ákæru á Edinson Cavani framherja Manchester United.

Cavani skrifaði orðið „Negrito“ þegar hann endurbirti mynd frá félaga sínum. Cavani hafði þá skorað tvö mörk í dramatískum 2-3 sigri Manchester United á Southampton.

„Við höfum rætt við Edinson og hann er niðurlútur vegna þessara mistaka. Hann ætlaði ekki að móðga neinn, hann var að þakka vini fyrir kveðju. Enska sambandið hefur beðið hann um útskýringar og við styðjum hann, þetta er óheppileg staða. Hann kemur frá örðu landi og hefðum í Úrúgvæ, þar er orðið notað á annan hátt,“
sagði Solskjær.

„Við styðjum Edinson en við styðjum líka enska sambandið. Við viljum berjast gegn mismunum, Edinson hefur lært af þessu.“

Cavani talar varla stakt orð í ensku. „Hann hefur lært tvö orð „tomorrow, off.“ Hann vill frídag eftir sigurleik, hann þekkir þetta orð.“

Cavani verður með United á morgun þegar liðið mætir hans gamla félagi PSG í Meistaradeildinni en hann kom frítt til United frá PSG í sumar.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir