Þetta eru tíu launahæstu íþróttamenn í heimi í dag: Ronaldo á toppinn – Þrír knattspyrnumenn á lista – DV

0
66

Cristiano Ronaldo er launahæsti íþróttamaður í heimi og hefur tekið inn 109 milljónir punda í laun síðasta árið. Þetta kemur fram á nýjum lista Forbes.

Forbes birtir lista yfir tíu launahæstu íþróttamenn í heimi síðasta árið.

Ronaldo er með 175 milljónir punda í árslaun hjá Al-Nassr í Sádí Arabíu en þær tekjur fóru að telja í janúar.

Ronaldo skákar PSG bræðrunum Lionel Messi og Kylian Mbappe sem eru í öðru og þriðja sæti yfir launahæstu íþróttamenn í heimi.

Ekki komast fleiri knattspyrnumenn á listann en LIV golfararnir, Dustin Johnson og Phil Mickelson komast á listann en þeir þéna sína peninga frá Sádí Arabíu líkt og Ronaldo.

Tíu launahæstu íþróttamenn í heimi:
1. Cristiano Ronaldo – $136million (£109million)
2. Lionel Messi – $130million (£104million)
3. Kylian Mbappe – $120million (£96million)
4. LeBron James – $119.5million (£95million)
5. Canelo Alvarez – $110million (£88million)
6. Dustin Johnson – $107million (£86million)
7. Phil Mickelson – $106million (£85million)
8. Stephen Curry – $100.4million (£81million)
9. Roger Federer – $95.1million (£76million)
10. Kevin Durant – $89.1million (£72million)