0 C
Grindavik
20. janúar, 2021

Þetta eru vinsælustu myndir umdeilda umboðsmannsins

Skyldulesning

Hin umdeilda Wanda Icardi, eiginkona knattspyrnumannsins Mauro Icardi sem spilar með PSG í Frakklandi, er dugleg þegar kemur að því að deila myndum á Instagram. The Sun tók saman 10 vinsælustu myndirnar sem hún hefur deilt á miðlinum.

Wanda, sem einnig er umboðsmaður Icardi, varð afar umdeild eftir að hún vakti mikla athygli í Argentínu. Wanda byrjaði að vera með Icardi þegar hún var ennþá gift liðsfélaga hans í landsliðinu, Maxi Lopez. Þá var einnig fjaðrafok í kringum hana þegar Icardi var neyddur til að neita því að hún hafi átt aðild í því að gera kynlífsmyndband.

Hér fyrir neðan má sjá listann sem The Sun tók saman:

10. Wanda í ræktinni

„Wanda fer reglulega í ræktinni til að halda sér í góðu formi,“ segir í fréttinni um þessa mynd en rúmlega 317 þúsund manns hafa líkað við hana. „Svona lít ég út í dag, þetta er eitt uppáhalds útlitið mitt í útgöngubanninu,“ skrifaði Wanda með myndinni.

When Wanda Nara works out she poses for a selfie on Instagram
Mynd: Instagram

9. Wanda býður góða nótt

Þessi mynd fékk mikla athygli en um 354 þúsund manns líkuðu við hana á Instagram. „Þegar Wanda vill bjóða góða nótt þá gerir hún það á sinn hátt,“ segir The Sun um myndina. „Góða nótt,“ skrifaði Wanda einfaldlega með þessari mynd.

8. Wanda í fríi

„Sumarfríið er henni mikilvægt,“ skrifar The Sun um myndina. „Þrátt fyrir að við komumst flest ekki til útlanda vegna útgöngubannsins náði Wanda að koma sér til Ibiza.“

Rúmlega 389 þúsund manns líkuðu við þessa mynd á Instagram.

Mynd: Instagram

7. Við sundlaugarbakkann

Wanda bar sig saman við hafmeyju þegar hún deildi þessari mynd á Instagram. Um 402 þúsund manns líkuðu við þessa mynd

Mynd: Instagram

6. Wanda á Valentínusardaginn

Wanda var degi of sein að deila þessari mynd í tilefni Valentínusardagsins en það breytti ekki miklu þegar kemur að viðbrögðum við myndinni. Rúmlega 425 þúsund manns ákváðu að ýta á hjartað þegar þeir sáu þessa mynd á Instagram.

For Valentine's Day Wanda looked a treat

5. Wanda í Calvin Klein

Ein af vinsælustu myndunum sem Wanda hefur deilt á Instagram er sjálfa af henni í Calvin Klein undirfötum. Myndin var tekin í París, Frakklandi í júlí á þessu ári og smelltu 470 þúsund manns tvisvar á skjáinn þegar þeir sáu þessa mynd.

Mynd: Instagram

4. Aftur á sundlaugarbakkanum

Wanda tekur margar myndir við sundlaugarbakkann heima hjá sér en þessi mynd er hvað vinsælust. Myndin fékk 482 þúsund hjörtu á Instagram og fjöldann allan af athugasemdum.

Mynd: Instagram

3. Wanda í fataskápnum

Wanda er með fataskáp á heimili sínu sem hægt er að ganga inn í. Í nóvember á þessu ári deildi hún mynd af sér sem hún tók í speglinum sem staðsettur er í skápnum. Myndin vakti mikla athygli en 537 þúsund manns settu svokallað „like“ á hana.

Mynd: Instagram

2. Wanda nakin

Þessi mynd situr í öðru sæti yfir vinsælustu myndir þessa umdeilda umboðsmanns. Á myndinni er Wanda nakin. „Af hverju ætti hún ekki að vera það þegar hún lítur svona vel út?“ skrifar The Sun um myndina sem fékk 594 þúsund hjörtu á Instagram.

At the turn of the year Wanda let is all hang out
Mynd: Instagram

1. Vinsælasta myndin

Þessi mynd hefur rakað inn tæplega 600 þúsund hjörtum á Instagram. Myndin er frekar nýleg en hún birtist fyrir þremur vikum síðan. Þetta er vinsælasta mynd hennar til þessa.

Innlendar Fréttir