thetta-gaeti-haft-mikid-ad-segja-um-thad-hvort-saka-verdi-afram-hja-arsenal-–-liverpool-fylgist-grannt-med-stodu-mala

Þetta gæti haft mikið að segja um það hvort Saka verði áfram hjá Arsenal – Liverpool fylgist grannt með stöðu mála

Það gæti orðið erfitt fyrir Arsenal að fá ungstirni sitt, Bukayo Saka, til að skrifa undir nýjan samning við félagið ef það missir af Meistaradeildarsæti í vor. Þetta segja breskir miðlar.

Hinn tvítugi Saka hefur skotist upp á stjörnuhimininn undanfarin tvö ár eða svo. Þá heilluðu frammistöður hans með enska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar einnig. Þetta hefur vakið athygli feiri félaga. Þar er Liverpool helst nefnt til sögunnar.

Arsenal er í hörkubaráttu við Manchester United, Tottenham og West Ham um sæti í Meistaradeildinni. Hvort að liðinu takist að landa fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni gæti haft mikil áhrif á það hvort Saka skrifi undir nýjan samning í sumar.

Arsenal vill helst ekki að Saka fari inn í síðustu tvö árin af samningi vængmannsins. Núgildandi samningur rennur út 2024.

Saka þénar um 35 þúsund pund á viku sem stendur. Arsenal er tilbúið til að hækka laun hans verulega.

Saka horfir til þess að aðrir ungir og spennandi enskir leikmenn, eins og Phil Foden og Jude Bellingham, spila í Meistaradeildinni á hverju tímabili. Saka vill vera með í þessum hópi.

Enski boltinn á 433 er í boði


Posted

in

,

by

Tags: