5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Þetta hangir allt saman, alltl frá ástandinu erlendis til Akureyrar.

Skyldulesning

Umræðurnar um kófið hafa skipst dálítið í ákveðin hólf, landamærin, þéttbýlið á suðvesturhorninu hér heima og síðan dúkkaði allt í einu upp gleymt fyrirbrigði; þéttbýli og skíða- og útivistarsvæði út um allt land. 

Þegar tókst með vel heppnuðu átaki að minnka smitið innanlands opnaðist stórt en dálítið gleymt svæði, þetta síðastnefnda með Akureyri sem stærsta aðdráttareflið.  

Hefði þó átt að vera sá það fyrir miðað við reynsluna við innlenda ferðasumarið í fyrra, að að vetrarlagi leyndist þessi stóri möguleiki. 

En síðan gerðist það, að í óþökk sóttvarnarlæknis var liðkað fyrir á landamærunum, einmitt þegar mest reið á að halda hreinu og nú stöndum við í svipuðum sporum og á sama tíma rétt fyrir páska fyrir ári, að ný bylgja er að ríða yfir. 

Þetta sýnir að það er illmögulegt að ætla sér að búta heiminn niður í afmarkaða hluta, þar sem hver þeirra er eins og eyland. 

Ef landamærin mígleka, eins og Kári Stefánsson hefur bent á, veður flóðbylgjan yfir land okkar allt til Ísafjarðar og Akureyrar. 

Þetta hangir nefnilega allt saman. 


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir