7 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Þetta hefur verið hreint helvíti!

Skyldulesning

Það sem ég gæti gert fyrir Ísland bara með þetta!

VILLA: Þessi bloggfærsla (nr. 2258086) er óvirk. Höfundur Einar Haukur Sigurjónsson Einar Haukur Sigurjónsson hef áhuga á lífinu. Stjórnmálum. Fjármálum. Félagsmálum. Sögu,...

Viðtal dagsins er við Val Pétursson skipstjóra. „Þetta viðtal verður vonandi öðrum víti til varnaðar“ sagði hann er blm fór þess á leit við hann að birta viðtal við hann. Ástæða viðtalsins er margra ára þrautaganga Vals við það að reyna að hætta að reykja.

Sagan hefst síðla árs 1997 er Valur tekur þá afdrifaríku ákvörðun að hætta að reykja. „Börnin voru að koma og ég hafði í nógu öðru að snúast en að reykja svo ég bara drap í“

En hann gerði sér enga grein fyrir því að þar hófst þrautagangan fyrir alvöru… „Ég veit ekki hvað gerðist… Ég varð sólginn í allt sem átti að hjálpa til við að hætta að reykja og var sannast sagna bara ofurseldur þessum andskota allt fram á þennan dag.“… sagði Valur skipstjóri, tuggði tyggjóið, fékk sér í vörina og nefið og mundaði veipuna. Eftir að öllu þessu var lokið varð að gera hlé á viðtalinu meðan Valur jafnaði sig. …

Um stundarfjórðungi seinna gátum við haldið áfram…. „Já, þetta er búið að vera erfitt, ég viðurkenni það alveg… Maður er búinn að reyna allar aðferðir við að reyna koma þessu frá sér en einhvernveginn dregst maður alltaf í þetta sama aftur…. Og nú er svo komið að ég er að verða ráðalaus gagnvart þessu.

Þigg alla hjálp

„Ég er bara kominn á þann stað að þiggja aðstoð, ég er bara kominn að fótum fram í baráttunni við nikotínið…. Það einhvernveginn virðist ekki liggja fyrir mér að hætta þessu alfarið….“ Valur horfði hnípinn í gaupnir sér og horfði síðan fjarrænum augum útá hafið og lét sig dreyma stóra drauma

Skipsfélagar eru beðnir um að styrkja Val í þessum erfiðu raunum með að vera ekki að veifa tóbakinu fyrir framan hann og gefa honum knús af og til!

 

 

Innlendar Fréttir