8 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

Þetta hefur verið vitað í áratugi.

Skyldulesning

Aumingi með hor

Er þessum batnað?

Ef það er fyrst núna, sem það liggi fyrir að negldir hjólbarðar valdi mestu um svifrykið í Reykjavík, og að til þess hafi þurft viðamikla rannsókn, má það furðu gegna. 

Í áratugi hefur það blasað við, að um leið og þessi dekk eru tekim undan bílum á vorin, hefur svifrykið horfið að mestu, en komið á ný í vetrarbyrjun þegar þau eru sett undir. 

Önnur ástæða til þessa liggur í því að of mikið hefur verið notað af lélegum íslenskum steintegundum í slitlagið. 

Í Noregi og víðar hafa negld dekk verið bönnuð víða vegna þess að þar hefur það verið viðurkennt að þau valdi mestu um slit og svifryk. 

Að þurft hafi fjárveitingu til að finna út slitið sem negldu dekkin valda minnir á það að 1985 var veitt fjármagni hér á landi til að athuga matarvenjur Íslendinga og kom í ljós að Íslendingar átu mestan mat í hádeginu og um sjöleytið á kvöldin. 


Innlendar Fréttir