Þetta sagði Vanda um Arnar Þór og starf hans fyrir aðeins nokkrum mánuðum – DV

0
178

Arnar Þór Viðars­­son var í gær rekinn úr starfi lands­liðs­­þjálfara ís­­lenska karla­lands­liðsins í knatt­­spyrnu. Vanda Sigur­­geirs­dóttir, for­maður KSÍ segir að hún og stjórn KSÍ hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar væri rétti maðurinn í starfið.

Vanda hefur ítrekað svarað fyrir um framtíð Arnars Þórs og fyrir aðeins örfáum mánuðum svaraði hún til um framtíð Arnars.

Þann 29 september sendi Fréttablaðið fyrirspurn á Vöndu um viðræður hennar við Heimi Hallgrímsson sem komust þá í fréttirnar.

„Að mínu mati er Arnar Þór á réttri braut með liðið, það er stígandi í leikjunum og frammistöðunum, við sjáum það t.d. í þeirri staðreynd að liðið er taplaust í 6 leikjum, og tölfræðin sem kemur úr greiningu á leikjunum styður það. Einnig var liðsandinn og baráttan til mikillar fyrirmyndar í leiknum gegn Albaníu í gær,“ sagði Vanda í september.

Tapið í Bosníu virðist hafa breytt þessari traustsyfirlýsingu Vöndu sem kom í september.

Starfs­lok Arnars eru að vekja mikla at­hygli úti í heimi og eru greint frá tíðindunum í fjöl­miðlum víða í Evrópu. Er því helst slegið upp í fyrir­sögn í þeim miðlum að Arnar hafi verið rekinn eftir 7-0 sigur í síðasta leik sínum með liðið.