Newcastle átti að fá vítaspyrnu í leik Chelsea og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í Lundúnum í gær að mati Keith Hackett, fyrrverandi yfirmanns dómaramála á Englandi.
Leiknum lauk með 1:0-sigri Chelsea en það var Kai Havartz sem skoraði sigurmark leiksins á 89. mínútu eftir frábæra sendingu Jorginhos.
David Coote dæmdi leikinninn í gær en Havartz fékk að líta gula spjaldið í fyrri hálfleik fyrir ljótt olnbogaskot á Dan Burn. Þá vildi Newcastle fá vítaspyrnu í síðari hálfleik þegar Trevo Chalobah virtist toga Jacob Murphy niður í teignum.
„Þetta var augljós vítaspyrna, ekkert flóknara en það,“ skrifaði Hackett á samfélagsmiðla eftir leikinn.
„Ef ég væri Eddie Howe þá myndi ég vilja fá útskýringa fyrir því af hverju ekkert var dæmt frá dómarasamtökunum og Mike Riley,“ bætti Hackett við.