2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

,,Þetta var erfiður leikur frá fyrstu mínútu“

Skyldulesning

,,Þetta var erfiður leikur frá fyrstu mínútu. Spánverjar eru gífurlega sterkt lið og við mættum bara ofjörlum okkar í dag, það er ekkert flókið,“ sagði Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins, á blaðamannafundi eftir erfitt 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í kvöld.

,,Við fáum svolítið auðveld mörk á köflum á okkur. Við höfum tapað svona stórt áður og þetta skilgreinir okkur ekkert. Við verðum bara að halda áfram.“

,,Við gerðum okkar allra besta í þessum leik það bara gekk ekki upp. Það var erfitt að skapa færi og erfitt að halda boltanum. Þeir eru með heimsklassa leikmenn í sinni hápressu. Kannski hefðum við af og til getað stigið hærra upp á völlinn og verið aðeins hugrakkari í pressunni.“

Jón Daði segir margt jákvætt hægt að taka úr leiknum þrátt fyrir slæmt tap. ,,Það er margt jákvætt í þessu. Þetta er góður lærdómur fyrir strákana sem eru í þessu, sérstaklega ungu. Mér fannst þetta verkefni allt í allt mjög flott.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir