2 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

„Þetta var góð yfirhalning“

Skyldulesning

Töluverðar umbætur hafa verið gerðar á Hoffellinu sem nú er statt á miðunum á ný eftir sex vikur í slipp í Færeyjum.

mbl.is/Albert Kemp

Hoffell SU hefur haldið til veiða eftir að hafa verið í slipp undanfarnar sex vikur í Þórshöfn í Færeyjum og hafa verið gerðar þó nokkrar umbætur á skipinu, að því er segir á vef Loðnuvinnslunnar sem gerir Hoffellið út.

Meðal annars var skipt um kælikerfi Hoffells sem hefur jafnframt verið umfangsmesta verkefnið. Nýja kælikerfið á að geta kælt hraða og betur sem talið skila betri meðferð aflans.  Þá hefur gírinn fyrir aðalvélina verið yfirfarinn og ljósavélin tekin upp. Skip Loðnuvinnslunnar fara að jafnaði í slipp annað hvert ár, þar sem þau eru botnhreinsuð og máluð auk venjubundins viðhalds.

„Þetta var góð yfirhalning,“ segir Kjartan Reynisson útgerðarstjóri. Þá hafi allt hafa gengið meira eða minna eftir áætlun að sögn hans.

Nýja kælikerfið í Hoffelli.

Ljósmynd/Loðnuvinnslan

Innlendar Fréttir