0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

„Þetta verður algjör bylting“

Skyldulesning

KR-heimilið í Frostaskjóli.

KR-heimilið í Frostaskjóli.

mbl.is/Sigurður Bogi

„Við erum auðvitað með margar deildar þannig að þetta breytir mjög miklu fyrir okkur. Við erum knöpp í allri aðstöðu eins og staðan er núna þannig að þetta léttir miklu á svæðinu,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR. Vísar hann þar til væntanlegrar uppbygginar fjölnota knatthúss á KR-svæðinu.

Aðspurður segir hann ómögulegt að spá fyrir um hvenær húsið kann að rísa. Þó eigi það ekki að taka langan tíma frá fyrstu skóflustungu og þar til húsið er risið. „Við erum að horfa á svipað og ÍR gerði. Þeir tóku fyrstu skóflutungu vorið 2019 og vígðu húsið í september á þessu ári.“

Gylfi segist binda vonir við að húsið verði komið upp á allra næstu árum, en húsið er eitt þeirra verk­efna sem raðaðist efst í for­gangs­röðun íþrótta­mann­virkja sam­kvæmt skila­bréfi stýri­hóps um stefnu í íþrótta­mál­um. Gylfi kveðst gríðarlega spenntur fyrir verkefninu. „Þetta verður algjör bylging fyrir okkur.“

Innlendar Fréttir