4.3 C
Grindavik
25. september, 2021

Þetta voru síðustu orð Maradona: „Mér líður illa“

Skyldulesning

Rafræna fjölmiðlabyltingin

Ímyndarstjórnmál

Kosningar hvað …

„Mér líður illa,“ voru síðustu orð Diego Maradona þegar hann stóð upp frá matarborðinu heima hjá sér og ætlaði að leggjast í rúmið til að hvíla sig og reyna að ná bata.

Þessi sextugi fyrrum knattspyrnumaður frá Argentínu lést á heimili sínu í Buenos Aires í Argentínu í gær.

Fyrir rúmum tveimur vikum hafði Maradona verið útskrifaður af spítala í borginni eftir að blæðing í heila koma upp. Hann gekkst undir aðgerð og hafði ekki náð bata eftir hana.

Flestir minnast Maradona fyrir magnaða hæfileika hans á knattspyrnuvellinum en líf hans utan vallar var oftar en ekki skrautlegt, kókaín og áfengi notaði Maradona oft í miklu magni og það hafði áhrif á heilsu hans.

Innan vallar er það sigur Argentínu á Heimsmeistaramótinu árið 1986 og hvernig hann tók Napoli upp til skýjanna og gerði liðið að meisturum árið 1987 og 1990 á Ítalíu, sem standa upp úr á ferli hans.

„Mér líður illa,“ voru orðin sem að Maradona sagði við frænda sinn áður en hann fór inn í svefnherbergi sitt í gær. Skömmu fyrir hádegi kom hjúkrunarkona að Maradona þar sem hann hafði látið lífið í rúmi sínu.

Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu. „Þú tókst okkur á toppinn, þú gerðir okkur svo glöð. Þú ert sá besti í sögunni,“ sagði Alberto Fernandez forseti Argentínu eftir tíðindin.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir