7.4 C
Grindavik
15. júní, 2021

Þið verðið að spyrja hina

Skyldulesning

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool á bágt með að skilja hversvegna meirihluti félaganna í ensku úrvalsdeildinni felldi í atkvæðagreiðslu í vikunni að taka aftur upp fimm innáskiptingar á lið í hverjum leik, eins og gert var á lokaspretti síðasta tímabils.

Félögin ákváðu í atkvæðagreiðslu fyrir tímabilið að hverfa aftur til þriggja skiptinga, enda þótt FIFA heimilaði áfram fimm skiptingar, og gátu aftur tekið afstöðu til þess í þessari viku.

„Ég ætla ekki að fara að tala í fyrirsögnum því allir vita minn hug til málsins. Þið verðið að spyrja aðra. Allir vita að tíu félög lögðust gegn þessu. Þetta snerist ekki um að það væri einhverjum félögum í hag, þetta snýst um velferð leikmannanna. Og þeir greiddu atkvæði gegn því,“ sagði Klopp á fréttamannafundi í dag.

„Þeir eru nánast þeir einu í heiminum sem hafa greitt atkvæði gegn þessu. Ég veit ekki um neina aðra deild sem er bara með þrjá varamenn núna. Það hlýtur að hafa verið góð og gild ástæða fyrir því að allar aðrar deildir samþykktu fimm skiptingar. En þetta er eina landið, og meira að segja eina deildin því neðri deildirnar tóku aðra ákvörðun. En það þýðir ekki að spyrja mig, spyrjið hina,“ sagði Klopp.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir