2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Þiggur annað sætið með stolti

Skyldulesning

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, vara­borg­ar­full­trúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, vara­borg­ar­full­trúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Ég get ekkert minna gert fyrir mitt fólk,“ segir Ragn­hild­ur Alda María Vil­hjálms­dótt­ir, innt eftir því hvort hún ætli að þiggja annað sætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Hún laut í lægra haldi fyrir Hildi Björnsdóttur sem hreppti oddvitasætið en niðurstöður prófkjörsins voru kynntar í gær.

Stolt og meyr

„Ég er feykilega stolt og meyr því mér finnst ég eiga bestu stuðningsmenn í heimi. Á örstuttum tíma, í raun, þá kom fólk og hjálpaði mér að ná þessum árangri. Þetta er mikill sigur fyrir mína stuðningsmenn,“ segir Ragnhildur í samtali við mbl.is.

Hún hlaut 2.257 at­kvæði í 1.-2. sæti og 3.254 at­kvæði alls.

Úrslitin urðu ljós rétt eftir klukkan tvö í nótt og segir Ragnhildur að dagurinn í dag fari í að elda með fjölskyldunni og svara kveðjum frá fólki. „Aðeins að ná áttum,“ segir hún og hlær.

„Svo hefst stóri slagurinn sem er borgin. Ég held að við séum með frábæran lista inn í þann slag,“ segir Ragnhildur og bætir við að hún sé mjög spennt fyrir komandi tímum. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir