-3 C
Grindavik
20. janúar, 2021

Þjóðverjarnir vilja leikmann United

Skyldulesning

Brandon Williams hefur lítið spilað á leiktíðinni.

Brandon Williams hefur lítið spilað á leiktíðinni.

AFP

Þýska knattspyrnufélagið Bayer Leverkusen hefur sett sig í samband við Manchester United með því markmiði að fá bakvörðinn unga Brandon Williams til liðs við sig. Sky greinir frá. 

Leverkusen leitar að bakvörði eftir að Santiago Arias fótbotnaði á dögunum í landsliðsverkefni með Kólumbíu. 

Williams er tvítugur og uppalinn hjá Manchester United. Að sögn Sky vill Leverkusen kaupa leikmanninn, en United er aðeins reiðubúið að lána hann. 

Williams var mikilvægur hlekkur í liði United á síðustu leiktíð og lék alls 36 leiki með liðinu en hann hefur aðeins leikið fimm leiki á leiktíðinni, þar af einn í ensku úrvalsdeildinni. 

Leverkusen er í öðru sæti þýsku 1. deildarinnar með 28 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern München. 

Innlendar Fréttir