5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Þjónusta við skjúklinga verði ekki skert

Skyldulesning

Landspítalinn í Fossvogi.

Landspítalinn í Fossvogi.

mbl.is/Sigurður Bogi

Skerðing á þjónustu við sjúklinga kemur ekki til greina í þeim aðgerðum sem grípa þarf til á Landspítalanum til að koma til móts við hallarekstur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í svari við fyrirspurn Loga Einarssonar á Alþingi. 

„Það er alveg ljóst að þegar um er að ræða halla eins og hér er staðreynd þá þarf Landspítalinn sveigjanleika til þess að vinna á þeim halla á löngum tíma,“ sagði Svandís.

Land­spít­al­inn hef­ur farið fram úr fjár­fram­lög­um í rekstri síðustu ár. Upp­safnaður halli Land­spít­al­ans nam 3,8 millj­örðum í lok árs 2019.

Svandís sagði jafnframt að allur viðbótarkostnaður sem fellur til hjá Landspítalanum vegna Covid-19 verður bættur. „Það breytir því ekki að það er mín sýn og mitt markmið að halda áfram að byggja upp og efla opinbert heilbrigðiskerfi á Íslandi,“ sagði hún.

Logi Einarsson á Alþingi.

Logi Einarsson á Alþingi.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Logi spurði hvort ekki þurfi að ráðast gegn undirmönnun í heilbrigðiskerfinu og einnig hvort freistnivandi skapist ekki fyrir hægri öflin á þingi og í ríkisstjórninni til að knýja á um meiri einkavæðingu í kerfinu.

Svandís sagði mönnunarvandann vera eitt af stærstu viðfangsefnum heilbrigðiskerfisins hér á landi eins og annars staðar. Þessi vandi verði eitt meginviðfangsefni heilbrigðisþings á föstudaginn.

Varðandi umræddan freistnivanda sagði hún þetta frekar vera pólitískan áherslumun. Þessi umræða hafi verið einkennandi fyrir pólitíska vettvanginn á undanförnum árum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir