3 C
Grindavik
1. mars, 2021

Þjónustu­mið­­stöð al­manna­varna verður opnuð á Seyðis­firði

Skyldulesning

Almannavarnir munu fljótlega opna þjónustumiðstöð fyrir íbúa á Seyðisfirði. Verkefni slíkrar miðstöðvar felst meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og þá sem hættan hefur haft önnur bein áhrif á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Neyðarstig almannavarna var í dag fært niður í hættustig á Seyðisfirði en ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands telja enn hættu á frekari skriðuföllum í bænum. Þá var rýming í bænum aflétt að hluta og hafa 305 íbúar farið aftur inn á þau svæði sem eru ekki skilgreind sem áhættusvæði en alls þurftu 581 að yfirgefa bæinn á föstudag.

Næsti samráðsfundur almannavarna, viðbragðsaðila, veðurstofu og stofnanna verður klukkan tíu í fyrramálið. Þá fer fram opinn rafrænn íbúafundur á þriðjudag fyrir Eskfirðinga, þar sem lögreglustjóri, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og fulltrúi Veðurstofu upplýsa íbúa um ástandið.

Hættustigi almannavarna var aflétt á Eskifirði í dag og hefur rýmingu einnig verið aflétt. Enn er óvissustig almannavarna vegna skriðuhættu í gildi á Austurlandi.


Tengdar fréttir


Íbúar utan hættusvæða á Seyðisfirði hafa fengið að snúa aftur til síns heima, tveimur sólarhringum eftir að bærinn var rýmdur. Þó er áfram hætta á frekari skriðuföllum. Íbúar segjast hlakka til að komast heim en kvíða því að sjá eyðilegginguna í bænum.


„Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“


Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir