Halldór Schmidt hefur verið á sjó frá árinu 1987 eða samtals í 35 ár. Þetta hafa verið góðir tímar vill Dóri meina, verið með góðum mönnum til sjós og þá sérstaklega núna. En hann viðurkennir það treglega að oft á tíðum hefur þetta verið einmanalegt. Þegar blm hváir og spyr hvað hafi valdið því segir Dóri dapurlega; “Það eru heyrnartólin, það er svo mikil þögn í þeim! Ég get ekki gert tvennt í einu, hlustað á eitthvað í heyrnartólum og unnið á sama tíma, þá ruglast allt. Þessi nýju flottu heyrnatól sem eru með bluetooth og útvarpi höfða bara ekki til mín, þau eru best þessi gulu. Því hefur það verið hlutskipti mitt til sjós að hlusta á þögnina”
“En það er alltaf gaman í pásum og frívöktum, þá brýst maður útúr þögninni og spjallar við skipsfélagana.”
Dóri andvarpar lágt og segir í hálfum hljóðum en þó svo að blm heyrir;
”Ef þér leiðist einn með sjálfum þér, þá ertu í vondum félagsskap!”