4 C
Grindavik
7. mars, 2021

Þökkuðu fyr­ir sig með því að gefa til baka

Skyldulesning

Guðríðarkirkja.

Í lok nóvember auglýsti Guðríðarkirkja á Facebook og leitaði til þeirra sem gætu lagt eitthvað af mörkum til söfnunar kirkjunnar. Að sögn Séra Karls Matthíassonar voru þá nokkrir einstaklingar, sem höfðu áður notið stuðnings frá kirkjunni, sem þökkuðu fyrir sig með því að gefa til baka.  

„Þau hafa þá sýnt þakklæti sitt í verki, af því það fór að ára betur hjá þeim.“

Líknarsjóður Guðríðarkirkju réttir fólki hjálparhönd sem að leitar til þeirra. Hefur kirkjan lagt fólki lið ýmist með því að kaupa lyf eða með því að afhenda bónuskort. Þörfin er alltaf meiri í kringum um jólin og þá sérstaklega núna í ár. 

Frekari upplýsingar um söfnunina er að finna á vefsíðu Guðríðarkirkju. 

Innlendar Fréttir