Það kemur fyrir að það verða veikindi um borð og því þarf að leysa menn af í öllum stöðum. Nú nýlega kom sú staða upp á stýrimannsvaktinni að einn dekkmaðurinn veiktist og því þurfti að leysa hann af. Skipti engum togum að strax var leitað til Dóra sem hefur marga fjöruna sopið í þessum málum…. þjakaður af reynslu enda kominn vel á sjötugsaldur.
Blm Krummans náði tali af Dóra rétt áður en dekkararnir þustu á dekk í hífopp, og var hann ekki par sáttur við þessar nýju græjur sem nú er skylda að hafa á höfðinu.
Dóri þurfti aðstoð bæði við að setja á sig hjálminn og einnig eftir hífoppið, að ná honum af sér aftur….. enda vel á sjötugsaldri….
„Þetta er bara skelfilegt“ sagði Dóri „Það eru alltof margir takkar á þessum hjálmi og það er bara eins og maður sé með geimskip á hausnum“!
Eftir að hífoppi lauk höfðu menn á orði að Dóri hefði verið mjög kvikur í hífoppinu og stöðugt að líta í allar áttir og sérstaklega til himins.
Aðspurður sagðist Dóri hafa verið að brjálast yfir öllum hljóðunum sem bergmáluðu inní hjálminum og sagðist endalaust vera að skima eftir hver væri að gefa frá sér þessi hljóð…. hann væri bara ekki vanur svona andsk… hávaða! Hann meira að segja leit oft til himins ef hinn almáttugi væri að reyna að ná sambandi við hann!
En allt fór vel að lokum og allir komu heilir af dekkinu.
Það skal aftur tekið fram að Dóri er kominn vel á sjötugsaldur…. 😁
Svo er líka óþarfi að skemma góða sögu með sannleikanum! 😊