2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Þorbjörn lætur smíða nýjan togara á Spáni

Skyldulesning

Nýsmíði Þorbjarnar verður samkvæmt áætlun tilbúin fyrri hluta ársins 2024. Mynd/Þorbjrön hf.

Þorbjörn hf. í Grindavík hefur gert samning við skipasmíðastöðina Armon í Gijón á Spáni um smíði á 58 metra löngum og 13,6 metra breiðum ísfisktogara. Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að smíði togarans ljúki á fyrri hluta ársins 2024, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Þar segir að um sé að ræða fyrstu nýsmíðin sem Þorbjörn ræðst í frá árinu 1967, en frá þeim tíma hafa fjöldi skipa komið við sögu annað hvort vegna sameiningu við aðrar útgerðir eða vegna kaupa á notuðum skipum.

Í gegnum tíðina hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á eldri skipum og meðal annars breytt þeim úr uppsjávarskipum í línuskip og ísfisktogurum í frystiskip. Þá hefur fyrirtækið á undanförnum árum tekið þrjú línuskip og tvo frystitogara úr rekstri og í stað þeirra fest kaup á frystitogara frá Grænlandi og ísfisktogara frá Vestmannaeyjum.

„Væntanlega verða enn nokkrar breytingar á núverandi útgerð þó að það hafi ekki enn verið ákveðið,“ segir í tilkynningunni.

Eigin vistarverur og minni orkunotkun

Ísfisktogarinn sem nú á að hefja smíði á er hannaður af Sævari Birgissyni, skipatæknifræðingi hjá Verkfræðistofunni Skipasýn ehf., í samstarfi við starfsmenn Þorbjarnar.

Stutt er frá því að nýr Baldvin Njálsson GK var afhentur Nesfiski en sá togari var einnig hannaður af Sævari og smíaður af spænsku skipasmíðastöðinni Armon.

„Við hönnun skipsins hefur verið lögð rík áhersla á að draga úr orkunotkun og þar með að umhverfisáhrif þess verði sem minnst.  Aðalvél skipsins sem verður um 2400 KW. mun knýja skrúfu sem verður 5 metrar í þvermál.  Stærð og snúningshraði skrúfunnar verður lægri en áður hefur þekkst í eldri fiskiskipum af sambærilegri stærð.   Skipið verður þess vegna sérlega sparneytið og því í hópi sparneytnustu skipa í þessum flokki.  Þá verður skipið búið til veiða með tveimur botnvörpum samtímis og togvindurnar knúnar rafmagni.“

Sérstaklega hefur verið litið til sjóhæfni skipsins með tilliti til öryggis og bættrar vinnuaðstöðu og áhersla lögð á að aðbúnaður áhafnar verði eins góður og hægt er. Vakin er athygli á því að stefnt hafi verið að því að allir skipverjar fái sínar eigin vistarverur og hreinlætisaðstöðu.

Jafnframt hefur hönnunin miðað að því að auðvelt eigi að vera að breyta skipinu í frystitogara.

Sjálfvirkni og fjarstýring

„Mesta breytingin frá eldri skipum Þorbjarnar hf. varðandi vinnslu og meðferð aflans er sú að sjálfvirk flokkun á aflanum fer fram á vinnsludekki skipsins og frágangur aflans í fiskikör fer fram á einum stað á vinnsludekkinu.  Þaðan fer aflinn í lyftum niður í lest og verður lestarvinnunni  eingöngu sinnt af fjarstýrðum lyftara sem rennur á loftbita í lest skipsins.  Auk þess að annast flutning og stöflun á fiskikörum verður lyftarinn notaður við losun skipsins þegar það kemur til hafnar,“ segir í fréttatilkynningu Þorbjarnar að lokum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir