9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Þórir byrjaði í jafntefli – Hörkutoppbarátta

Skyldulesning

Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce í 1-1 jafntefli gegn Alessandria í ítölsku B-deildinni í kvöld.

Matteo Di Gennaro kom Alessandria yfir snemma í seinni hálfleik. Massimo Coda jafnaði fyrir Þóri og félaga á 83. mínútu. Þá var Íslendingurinn nýlega farinn af velli.

Lecce er í hörkutoppbaráttu. Liðið er í öðru sæti deildarinnar með 43 stig, stigi á eftir Cremonese. Efstu tvö lið deildarinnar fara beint upp í efstu deild. Sex lið þar fyrir neðan fara í umspil um þriðja lausa sætið.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir