10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Þórir Sæm segist niðurbrotinn eftir Twitter-færslurnar – „Mér líður í alvöru illa“

Skyldulesning

Leikarinn Þórir Sæmundsson hefur verið til umræðu reglulega á samfélagsmiðlinum Twitter að undanförnu. Sérstaklega hafa skjáskot af samskiptum hans við konur á samfélagsmiðlinum Instagram verið að vekja athygli.

Þórir hefur þá verið gagnrýndur fyrir umrædd samskipti en í einum þeirra má sjá hann senda einkaskilaboð á konu sem myndaði ekki tengsl við hann á stefnumótaforritinu Smitten. „Hæ má ég followa?“ spurði Þórir en spurningin vakti vægast sagt ánægju hjá konunni. „Ef þú fékkst ekki match á smitten þá ertu með svar,“ skrifaði konan er hún deildi skjáskoti af samskiptunum á Twitter-síðunni sinni.

Ef þú fékkst ekki match á smitten þá ertu með svar. pic.twitter.com/jz6eriUuPy

— katrink (@katrin95) January 23, 2022

Önnur kona deildi svo skjáskoti af samskiptum Þóris við sig en hún fékk sömu spurninguna frá honum, það er að segja hvort hann mætti fylgja henni.

Ekki þú og ekki þennan tón takk. pic.twitter.com/LXcAvOa7C5

— karlottamargretar (@karlott87718302) February 8, 2022

Þó svo að flestir sem tjá sig um Þóri á Twitter séu að gagnrýna hann þá á það ekki við um alla. „Sjúkt hjá þér að vera birta svona samtal með þeim tilgangi að niðurlægja hann,“ segir til dæmis í einni athugasemd við færslu þar sem Instagram-samskiptin við hann eru birt

„Það að áreita ungar stelpur er alvarlegt en þetta hérna sem þú ert að gera er ekkert skárra. Og svo ætlist þið til þess að maður beri virðingu fyrir ykkur. Hagandi ykkur eins og verstu smákrakkar.“

Segist vera niðurlægður og brotinn

Ljóst er að Þórir er sjálfur meðvitaður um gagnrýnina sem hann er að fá á Twitter en hann tekur eftir því að reglulega séu fleiri að skoða Instagram-síðuna sína. „Ég sé hrannast inn fólk að skoða story hérna hjá mér öðru hverju. Þegar það gerist reikna ég með að það sé verið að taka mig fyrir á Twitter,“ segir hann í færslu sem hann birti í Story á Instagram hjá sér í gærkvöldi.

„Veit ekki. Það er eitthvað svo gróteskt. Fólk kemur forvitið og skoðar hvort það séu einhver viðbrögð frá mér. Ég veit ekki hvað er verið að segja núna, en ég veit að skjáskot úr samtölum mínum eru birt í þeim eina tilgangi að niðurlægja mig. Ég skal viðurkenna að það hefur tekist. Ég er mjög niðurlægður og brotinn. Ég er einn. Það eru allir farnir einhvern veginn. Síminn hringir ekki lengur. Svo er bara verið að hlægja að mér…“

Að lokum segir Þórir að hann vilji ekki að það hljómi eins og hann sé að vorkenna sjálfum sér. „Mig langar svo að þetta hljómi ekki eins og sjálfsvorkun, en það er víst ekki komist hjá því. Ég vildi satt best að segja að ég væri sterkari en þetta að vera að skrifa þetta, en mér líður í alvöru illa.“

Hann botnar svo færsluna með vitnun úr kvikmyndinni Gladiator: „Are you not entertained?“

Skjáskot/Instagram

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir