7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Þórólfur er viðskiptavinur Bjössa í World Class

Skyldulesning

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist hafa glott út í annað yfir …

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist hafa glott út í annað yfir ummælum Björns.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist sannarlega ekki vera með fóbíu fyrir líkamsræktarstöðvum, eins og Björn Leifsson, eigandi World Class, gat sér til um í samtali við mbl.is í dag.

Þórólfur sagði í samtali við Rás 2 í dag að hann hafi verið viðskiptavinur World Class í mörg ár. Hann sé jafnvel búinn að greiða árgjaldið í ár, þó hann hafi ekkert æft vegna faraldursins.

„Ég er búinn að vera viðskiptavinur World Class í mörg ár og borga reglulega gjöld þar inn með glöðu geði. Ég hef átt þar góðar stundir, meira að segja búinn að borga heilt árgjald allt þetta ár og hef aldrei farið,“ sagði Þórólfur. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir