5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Þórólfur hefur áhyggjur af partístandi

Skyldulesning

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er bara eins og hefur verið, það er náttúrlega ánægjulegt að sjá að allir eru í sóttkví,“ segir Þórólfur Guðnason í samtali við mbl.is. Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru, eins og Þórólfur segir, allir í sóttkví við greiningu.

Vonbrigði ef fólk passar sig ekki núna

„Það sem maður hefur mestar áhyggjur af er að maður er að heyra frá nóttinni um að það hafi verið mikið partístand og menn séu ekki að passa sig og fara eftir þeim reglum sem gilda. Það er helsta áhyggjuefnið núna; ef menn passa sig ekki förum við að fá aukningu í þetta eftir viku,“ ssegir Þórólfur og bætir við að það yrðu veruleg vonbrigði ef fólk ætli ekki að passa sig á þessum síðustu metrum.

Þórólfur segist ekki vita hvort smit gærdagsins tengist klasasmiti tengdu húsnæði hælisleitenda sem upp kom á fimmtudaginn.

Hann bendir á að eins og oft um helgar voru færri sýni tekin en á virkum dögum. Það helgist helst af því að fólk mæti minna í sýnatökur að eigin frumkvæði um helgar, ávallt séu tekin sýni sem þarf.

Innlendar Fréttir