4 C
Grindavik
1. mars, 2021

Þórólfur í sóttkví vegna smits hjá embætti landlæknis

Skyldulesning

Þrír starfsmenn á sóttvarnasviði embættis landlæknis eru komnir í sóttkví. Það er eftir að Covid-19 smit greindist á vinnustaðnum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, er meðal þeirra sem er í sóttkví.

Þórólfur fór í sýnatöku í dag og samkvæmt tilkynningu frá embætti landlæknis er beðið eftir niðrustöðum úr henni.

Hann mun vera fimm daga í sóttkví og þá fer hann svo í aðra sýnatöku.

Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. Þetta kom fram á Covid.is í dag og voru þá alls 124 í einangrun og 253 í sóttkví.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 26,7 en var 28,4 í gær. Þá er nýgengi landamærasmita nú 11,5, en var 11,2 í gær.

Alls hafa 5.588 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar. Þá hafa 28 dauðsföll verið rakin til Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins.

Innlendar Fréttir