2 C
Grindavik
7. maí, 2021

Þórólfur kærir til Landsréttar – Nauðungarvistunin þó áfram ólögleg

Skyldulesning

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um ólögmæti nauðungarvistunar ferðamanna í farsóttarhúsi verður kærður til Landsréttar. Þórólfur segir ákvörðunina tekna í samráði við heilbrigðisráðuneytið.

Kæra Þórólfs frestar þó ekki réttaráhrifum úrskurðarins frá því í gær og verður því nauðungarvistunin áfram ólögleg. Gera má ráð fyrir að Landsréttur taki málið til umfjöllunar á allra næstu dögum.

Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna fyrr í morgun að tryggja þyrfti lagagrundvöll fyrir áframhaldandi nauðungarvistunum ferðamanna í farsóttarhúsi og að hann hafi ítrekað það við stjórnvöld. Þá segir hann að afleiðingar úrskurðsins gætu orðið alvarlegar og haft áhrif á framtíðar afléttingu sóttvarnaraðgerða hér á landi. Enginn smitaðist utan sóttkvíar í gær hér á landi og heildarfjöldi fólks í einangrun vegna innanlandssmita undir 100. Hæst fór sá fjöldi í tæplega 1.200 í þriðju bylgjunni svokölluðu.

Farsóttarhúsið verður áfram starfrækt, en fólki er ekki skylt að dvelja þar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir