2 C
Grindavik
5. maí, 2021

Þórólfur og Kári ósáttir með Áslaugu Örnu – „Hún fær að borga fyrir það“

Skyldulesning

Kári Stefánsson og Þórólfur Guðnason ræddu um stöðu Íslands í Covid-19 faraldrinum við Björn Inga Hrafnsson, ritstjóra Viljans í dag. Meðal þess sem þar kom fram var ákvörðun Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra um að opna landið fyrir bólusettum farþegum utan Schengen, þvert á tilmæli sóttvarnalæknis.

„Hún hefur verið ein af þeim sem sem hafa verið óánægðir með sóttvarnaraðgerðir, hún hefur verið í þeim hópi sem hefur búið til þrýsting á Bjarna Benediktsson og hún er með þessa ákefð æskunnar, hún vill gera þetta tiltölulega fljótt og hratt,“ segir Kári og telur Áslaugu ekki hugsa mikið um heilsufarslegar afleiðingar ákvarðana sinna.

Þeir félagar telja raddir þeirra sem eru á móti sóttvarnaraðgerðum ekki hafa fjölgað upp á síðkastið, heldur að þær hafi aðeins hækkað. Umræðan skipti ekki máli nema í þessu tilviki þegar dómsmálaráðherra nýtti sér það að geta hunsað heilbrigðisyfirvöld.

„Hún hefur hunsað þá hagsmuni sem liggja í því að verja þjóðina gegn pestinni en hún fær að borga fyrir það. Það koma kosningar þar sem við sjáum til þess að það sé enginn í þeirri aðstöðu að nýta sér það að vera dómsmálaráðherra til þess að níðast á heilsu landsmanna,“ segir Kári enn fremur.

Björn Ingi spyr Þórólf hvort hann ætli að leggja fram tillögur til að loka þessum leka sem Áslaug opnaði.

„Ég hef ekki lagt það formlega til en ég hef sagt það í minnisblaði að ég teldi það skynsamlegt að bíða með þessar aðgerðir. Það hefur ekki verið tekið undir það og ætla ég ekki að hamra á því, ég held áfram með þær tillögur sem mér finnst skynsamlegar og svo eru það ráðamenn sem ákveða hvort að þeir taka þeim eða ekki,“ segir Þórólfur og bendir á að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur farið eftir þeim ráðleggingum sem hann hefur lagt til.

Samræður Björns, Kára og Þórólfs má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir