4 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Þórscafé verður breytt í íbúðir

Skyldulesning

Brautarholt 18-20. Húsin hafa látið verulegaá sjá eins og sjá …

Brautarholt 18-20. Húsin hafa látið verulegaá sjá eins og sjá má. Nú stendur til að innrétta64 íbúðir í þessum húsum á næstu árum.

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is

Borgarráð hefur samþykkt samkomulag sem Reykjavíkurborg hefur gert við félagið LL09 ehf. um uppbyggingu á lóðunum Brautarholt 18-20. Samkvæmt samkomulaginu verða 64 íbúðir innréttaðar á 2.-5. hæð í húsunum.

Umrædd hús eru á horni Brautarholts og Nóatúns. Þau hafa verið í niðurníðslu og lýti á hverfinu. Brautarholt 20 hefur staðið autt frá því að Baðhúsið var flutt yfir í Smáralind í lok árs 2014 en á árum áður var það viðkomustaður margra Reykvíkinga þegar rekinn var þar vinsæll skemmtistaður, Þórscafé.

Fram kemur í kynningu að skrifstofa borgarstjóra og borgarritara hafi átt í viðræðum við lóðarhafa á grundvelli samningsmarkmiða Reykjavíkurborgar um fyrirhugaða uppbyggingu á reitnum. Nú liggi fyrir samkomulag vegna aukins byggingarréttar og breyttrar nýtingar um kauprétt Félagsbústaða hf. á íbúðum, kvaðir um leiguíbúðir, um listskreytingar í almenningsrými, aðrar kvaðir o.fl., að því er fram kemur í umfjöllun um þessi áform í Morgunblaðinu í dag.

Innlendar Fréttir