1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Þorsteinn bjartsýnn eftir að dregið var í riðla fyrir EM – ,,Ég met möguleikana fína á að komast áfram“

Skyldulesning

Búið er að draga í riðla fyrir Evrópumótið í knattspyrnu sem fer fram á Englandi næsta sumar en dregið var í Manchester á Englandi núna rétt í þessu. Ísland er í riðli með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Þorsteini Halldórssyni, landsliðsþjálfara Íslands, lýst vel á riðilinn sem Ísland dróst í.

,,Mér lýst bara vel á þetta ég held þetta sé bara fínn riðill og að við séum í ágætis málum. Ég met möguleikana fína á að komast áfram. Við spiluðum tvo hörkuleiki við Ítalíu í apríl, Frakkarnir eru alltaf sterkir og Belgía er lið sem við eigum að geta unnið líka. Maður þekkir orðið ítalska liðið ágætlega vel, það eru tvö ár síðan Ísland spilaði síðast við Frakkland en Belgana veit ég ekki mikið um í augnablikinu“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi áðan.

Ísland spilar fyrsta leik sinn á Manchester City Academy Stadium. Völlurinn tekur aðeins 4.700 manns og Þorsteinn hefur áhyggjur fyrir hönd íslenskra stuðningsmanna. Hinir tveir leikir Íslands fara fram í Rotherham.

,,Ég er spenntur fyrir keppninni og þessum leikjum en er með áhyggjur af Manchester City vellinum sem við erum að fara spila á. Hann er lítill og ég hef áhyggjur af því að íslendingar muni ekki allir fá miða á völlinn.“

Leikgreinendur á vegum landsliðsins munu nú fara í það að greina leiki hjá andstæðingum Íslands á EM en sjálfur verður Þorsteinn með hugann við næsta leik Íslands í undankeppni Heimsmeistarmótsins sem fer fram í nóvember.

,,Mitt verkefni núna er að undirbúa næsta leik hjá okkur í undankeppni HM núna í næsta landsleikjaglugga. Við förum að láta einstaklinga á vegum okkar leikgreina leiki hjá þessum liðum núna. Ég hugsa að ég fari síðan á fullt í það að undirbúa liðið fyrir leikina á EM eftir landsleikjagluggann í nóvember.“

Leikdagar Íslands á EM:

10. júlí 2022: Belgía vs Ísland, Manchester City Academy Stadium í Manchester


14. júlí 2022: Ítalía vs Ísland, New York Stadium, Rotherham


18. júlí 2022: Ísland vs Frakkland, New York Stadium, Rotherham

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir