Þrettán mál á dagskrá þegar stjórn KSÍ kemur til fundar – DV

0
148

Stjórn KSÍ fundar á morgun nokkrum dögum eftir að karlalandslið Íslands lauk leik í sínu fyrsta verkefni í undankeppni Evrópumótsins.

Eitt af þeim málum sem verða til umræðu á fundi stjórnar eru kaup á nýju LED kerfi á Laugardalsvöll. Nýtt og betra kerfi er til skoðunar.

Farið verður yfir ársþing sambandsins sem fram fór í febrúar á Ísafirði en þingið var illa sótt af félögum landsins.

Þá verður rætt um landsliðsmál og vafalítið farið yfir slæmt tap í Bosníu og frækinn sigur liðsins gegn Liechtenstein.

Dagskrá fundarsins.
1. Starfsreglur stjórnar
2. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
3. Fundargerðir nefnda og fréttir frá ÍTF
4. Kaup á nýju LED kerfi á Laugardalsvöll
5. Ársþing (Haukur Hinriksson)
6. Lög og reglugerðir (Haukur Hinriksson)
7. Skipan í nefndir og embætti
8. Leyfismál
9. Handbók leikja
10. Verkefni milli funda
11. Mótamál
12. Landsliðsmál
13. Önnur mál