4 C
Grindavik
6. maí, 2021

Þreytandi gagn­rýni franskra fjöl­miðla gæti fælt Mbappe frá PSG

Skyldulesning

Kylian Mbappe, stórstjarna PSG og franska landsliðsins, segir að hann gæti mögulega yfirgefið Parísarliðið vegna þreytandi gagnrýni franskra fjölmiðla.

Franski landsliðsmaðurinn skoraði ekki eitt mark í landsleikjunum þremur í marsglugganum og byrjaði meðal annars á bekknum gegn Kasakstan. Hann kom inn af bekknum og brenndi af vítaspyrnu.

L’Equipe gagnrýndi meðal annars Mbappe og sagði að byrjunarliðssæti hans væri nú í hættu. Þeir Ousmane Dembele og Kingsley Coman væru að anda ofan í hálsmálið á honum.

„Auðvitað er þetta þreytandi,“ sagði Mbappe í samtali við RTL aðspurður um gagnrýnina á sig. „Sérstaklega þegar þú spilar fyrir félag í landinu þínu og gefur allt fyrir þjóðina þína. Á ákveðnum augnablikum verður þetta þreytandi.“

„Þetta er örðuvísi fyrir leikmenn sem spila erlendis og koma bara til baka til Frakklands til þess að spila landsleiki. Ég er alltaf hérna og því er mun meira talað um mig en ég vissi þetta þegar ég skrifaði undir við PSG.“

Mbappe hefur verið magnaður fyrir PSG á leiktíðinni. Hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum fyrir liðið en hann hefur alls skorað þrjátíu mörk og lagt upp níu til viðbótar fyrir frönsku meistarana á leiktíðinni.

„Við munum sjá til í framtíðinni. Auðvitað er gagnrýni hluti af leiknum líka. Þetta snýst þó ekki bara um það. Það mikilvægasta er að líða vel þar sem þú ert og njóta þín á hverjum einasta degi,“ bætti Mbappe við.

Kylian Mbappe admits he could leave PSG because of the ‘tiring’ criticism from the French media https://t.co/OryOEBY2vE

— MailOnline Sport (@MailSport) April 1, 2021

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir