7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Þriðji sigur West Ham í röð

Skyldulesning

Angelo Ogbonna og Aaron Cresswell fagna sigrinum í kvöld.

Angelo Ogbonna og Aaron Cresswell fagna sigrinum í kvöld.

AFP

West Ham United vann í kvöld þriðja leikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 

West Ham tók á móti Aston Villa og hafði betur 2:1 eftir spennuleik. Leikurinn byrjaði með látum þegar Angelo Ogbonna skoraði strax á 2. mínútu fyrir West Ham. Enski landsliðsmaðurinn Jack Grealish jafnaði fyrir Villa á 25. mínútu. Jarrod Bowen kom West Ham í upphafi síðari hálfleiks og reyndist það sigurmarkið þótt ýmislegt ætti eftir að ganga á. 

Ollie Watkins brenndi af vítaspyrnu fyrir Aston Villa á 76. mínútu en kom boltanum í markið í uppbótartíma og taldi sig hafa jafnað. Eftir að myndband hafði verið skorað var ákveðið að markið myndi ekki standa vegna rangstöðu. 

Eftir rólega byrjun á tímabilinu er West Ham í 5. sæti með 17 stig en Aston Villa er í 10. sæti með 15 stig. Er þessu öfugt farið því Aston Villa gekk mjög vel til að byrja með en hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir