Þríeykið fer í orkudrykkjabransann – DV

0
232

Fjölmiðlamennirnir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steindórsson og Myndform ehf. hafa stofnað félagið Celsius dreifing ehf. Skráður tilgangur félagsins er heildverslun og dreifing heildsöluvara. Kemur þetta fram í Lögbirtingablaðinu.

Celsius er sykurlaus koffíndrykkur sem veiti neytendum orku á við um tvo kaffibolla, er algjörlega kolvetnalaus og vegan auk þess að innihalda ýmis steinefni og vítamín segir á heimasíðu Myndform ehf.

Fyrirtækið sem var stofnað árið 1984 var lengi þekktast fyrir sölu á DVD diskum og myndbandsspólum. Í dag rekur fyrirtækið heildsölu, framleiðsludeild og er dreifingaraðili kvikmynda og tölvuleikja á Íslandi.