8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Þriggja til sextán stiga frost

Skyldulesning

Köldu veðri er spáð í dag.

Köldu veðri er spáð í dag.

Kort/Veðurstofa Íslands

Spáð er fremur hægri suðlægri eða breytilegri átt og bjart með köflum í dag, en snýst í suðaustan 5 til 13 metra á sekúndu með dálítilli snjókomu suðvestantil á landinu síðdegis. Frost 3 til 16 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 

Austan og suðaustan 5-13 m/s og skýjað um landið vestanvert á morgun, og sums staðar snjókoma við ströndina framan af degi. Frost 0 til 5 stig. Hægari vindur norðaustan- og austanlands, skýjað með köflum og frost 5 til 12 stig. Bætir í vind með snjókomu eða slyddu við suðvesturströndina annað kvöld.

Veðurhorfur á landinu næstu daga 

Á sunnudag:

Austan og suðaustan 5-13 m/s og skýjað um landið V-vert, og snjókoma með köflum við ströndina framan af degi. Frost 0 til 5 stig. Hægari vindur NA- og A-lands, víða bjartviðri og frost 5 til 13 stig.

Á mánudag:

Suðaustan 3-8 og úrkomulítið, en 8-13 m/s og rigning eða snjókoma með köflum V-til. Frost 2 til 10 stig, en frostlaust við S- og V-ströndina.

Á þriðjudag:

Hæg suðlæg átt og þurrt að kalla, en dálítil él S-lands. Hiti kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið.

Á miðvikudag:

Suðaustanátt og rigning eða slydda, einkum S- og V-lands. Hiti 0 til 6 stig.

Á fimmtudag:

Suðaustlæg átt og rigning, en þurrt NA-lands. Milt í veðri.

Á föstudag:

Útlit fyrir austlæga átt með dálítilli vætu um landið S-vert.

Innlendar Fréttir