4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Þrír fengu tæpar 200 þúsund krónur

Skyldulesning

Enginn hlaut fyrsta vinning úr lottóúrdrætti kvöldsins en þrír deildu með sér öðrum vinningi og fær hver í sinn hlut 172.500 krónur. Einn miðinn var í áskrift, annar keyptur á lotto.is og sá þriðji í Lottó-appinu.

Enginn var með allar fimm jókertölur kvöldsins réttar en átta voru með fjórar jókertölur réttar og fær hver í sinn hlut 100.000 krónur. Fimm af átta vinningsmiðum voru í áskrift, einn var keyptur á lotto.is, einn í Hagkaup á Akureyri og einn í Happahúsinu í Kringlunni.

Vinningstölur kvöldsins: 12, 20, 29, 38, 40. Bónustalan var 2.

Jókertölur kvöldsins: 7, 9, 6, 9, 8.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir