-5 C
Grindavik
3. desember, 2020

Þrír greindust með veiruna í gær

Skyldulesning

Þrír greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Öll smitin greindust í einkennasýnatöku og var einn í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. 

Sextán greindust með veiruna á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim. 

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is.

Sautján greindust með veiruna í fyrradag, en töluvert færri sýni voru tekin í gær. 393 einkennasýni voru tekin á Íslenskri erfðagreiningu og Landspítala, 448 í landamæraskimun og 37 í sóttkvíar- og handahófsskimun.

351 er nú í einangrun samanborið við 394 í gær. Fólki í sóttkví fjölgar á milli daga og eru nú 719 í sóttkví, en í gær voru 659.

Nýgengi innanlandssmita er nú 71,4 en var 76,9 í gær. Nýgengi landamærasmita stendur í stað og er áfram 9,3.

Fréttin verður uppfærð.

Innlendar Fréttir