Íslenski boltinn
Þrír innbyrðis Bestu deildar-leikir í bikarnum Bikarmeistarar Víkings fá heimsókn frá Seltjarnarnesi í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla. vísir/hulda margrét Þrír Bestu deildar-slagir verða í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Dregið var í hádeginu.
HK tekur á móti KA, Stjarnan og Keflavík eigast við og KR sækir Fylki heim.
Víkingur, sem hefur unnið Mjólkurbikarinn þrisvar sinnum í röð, mætir Lengjudeildarliði Gróttu á heimavelli.
Íslandsmeistarar Breiðabliks sækja Þrótt heim en Þróttarar slógu Frammara óvænt út í 32-liða úrslitum.
Leikirnir í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins fara fram 17.-19. maí.
Sextán liða úrslit Mjólkurbikars karla Víkingur R. – Grótta Valur – Grindavík Stjarnan – Keflavík Þróttur R. – Breiðablik FH – Njarðvík HK – KA Þór – Leiknir R. Fylkir – KR Mest lesið
Fleiri fréttir Sjá meira Mest lesið