7 C
Grindavik
25. nóvember, 2020

Þrjú smit innanlands

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 15.11.2020
| 10:54

sýnataka.

sýnataka.

Ljósmynd/Landspítali

Þrjú ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. 16 smit greindust við landamæraskimun og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í öllum tilfellum. 

Þetta kemur fram á covid.is. 

393 einkennasýni voru tekin í gær, 448 sýni voru tekin við landamæraskimun og 37 sýni voru tekin í sóttkvíar- og handahófsskimunum. 

Alls eru nú 719 í sóttkví og 1.003 í skimunarsóttkví. 351 eru í einangrun. 62 eru inniliggjandi á Landspítala, þar af þrír á gjörgæslu. 

Innlendar Fréttir