8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Þruma glumdi í efri byggðum

Skyldulesning

Eldingar hafa mælst á nokkrum stöðum um landið í dag …

Eldingar hafa mælst á nokkrum stöðum um landið í dag í tengslum við óveður sem gengur yfir. Einni slíkri laust niður rétt ofan við Þingahverfi í Kópavogi á tólfta tímanum. Myndin er úr safni og sýnir eldingar á Höfn í Hornafirði.

Ljósmynd/Veronika Simon

Elding laust niður rétt við efstu byggðir Kópavogs núna um 11:10 í kvöld. Mikil þruma fylgdi í kjölfarið og heyrðust drunurnar 2-3 sekúndum síðar efst í Þingahverfinu. Heyrðust drunurnar víða á höfuðborgarsvæðinu.

Miðað við blossa má ætla að eldingin hafi verið aðeins ofar í Heiðmörkinni. Glumdi vel í eftir þrumuna í öllu Þingahverfinu.

Eldingin varð eftir að veðurhamurinn varð meiri og það þykknaði nokkuð snöggt upp. Ekki hafa fleiri þrumur heyrst eftir þessa einu á svæðinu.

Fyrr í dag mældust eldingar á nokkrum stöðum um landið, meðal annars á Suðurnesjum.

Appelsínugul viðvörun er enn í gangi á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, en fyrr í dag var slík viðvörun einnig á Faxaflóasvæðinu og við Breiðafjörð.

Innlendar Fréttir