Þungunar­rof af­glæpa­vætt í Mexíkó – Vísir

0
29

Þungunar­rof af­glæpa­vætt í Mexíkó Hæstiréttur Mexíkó fjarlægði í dag þungunarrof úr alríkishegningarlögum. Mikill fögnuður hefur orðið meðal Mexíkóbúa í kjölfarið. 

Í frétt The Guardian segir að hæstiréttur Mexíkó hafi einróma úskurðað að ríkislög sem banna fóstureyðingar brjóti í bága við stjórnarskrá ríkisins og í leið kvenréttindi.

Tvö ár eru síðan að hæstiréttur fyrirskipaði Coahulia-fylki Mexíkó að fjarlægja refsiaðgerðir fyrir þungunarrof úr hegningarlögum sínum, sem leiddi til mikilla lagalegra deilna milli fylkjanna. Hingað til hafa þungunarrof verið afglæpavædd í tólf af 31 ríki Mexíkó. 

Mexíkóskar konur birtu margar hverjar grænt hjarta á samfélagsmiðla til þess að fagna áfanganum og í leið vaxandi kvenréttindabaráttu í landinu.

„Þetta er draumi líkast. Ég er hamingjusamasta manneskja í heimi. Ef þú hefur ekki tök á að eignast barn sjálfur þá geturðu ekki sagt mér hvort þér finnist þetta rétt eða rangt,“ sagði Andrea Hernández  kvennabaráttukona í Mexíkóborg um málið.

Kvennabaráttumál hafa verið í brennidepli í Mexíkó upp á síðkastið vegna ofbeldisfaraldurs sem stendur nú yfir víða í landinu. Yfirvöld í Chihuahua-fylki í Norðvestur-Mexíkó bönnuðu til að mynda í síðasta mánuði lifandi flutning tónlistarmanna á söngtextum sem hvetja til ofbeldis gagnvart konum. 

Þá kom fram að sjö af hverjum tíu símtölum sem berast lögreglunni í Chihuahua-borg tengist heimilisofbeldi.