4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Þurfa að hafa hraðar hendur vilji þau krækja í Íslandsbanann í janúar

Skyldulesning

Dominik Szoboszlai, leikmaður Red Bull Salzburg og Ungverjalands, er einn eftirsóttasti ungi leikmaður Evrópu og stærstu félög álfunnar hafa verið að fylgjast með kappanum. Ætli félög sér að næla í kappann í janúar þurfa þau hins vegar að setja fram tilboð fyrir 31. desember. Þetta herma heimildir David Ornstein hjá The Athletic.

Szoboszlai er með klásúlu í samningi sínum sem kveður á um að hann megi fara frá Salzburg fyrir 22,6 milljónir punda, það þykir lágt verð fyrir leikmann með hans gæði.

Það sem flækir möguleg kaup á leikmanninum er sú staðreynd að greiða þarf alla upphæðina í einni greiðslu og greiðslan verður að vera innt af hendi innan tveggja vikna frá því að tilboðið er samþykkt. Það er kveðið á um það í samningi leikmannsins.

Heimildir David Ornstein, herma einnig að leikmaðurinn þurfi að tilkynna forráðamönnum Red Bull Salzburg það fyrir 15. desember, vilji hann fara frá félaginu í janúar. Annað ákvæði í samningi Szoboszlai kveður á um það.

Szoboszlai er miðjumaður, hann hefur leikið 79 leiki fyrir Red Bull Salzburg og hefur skorað 25 mörk í þeim leikjum og gefið 33 stoðsendingar. Þá á hann að baki 12 leiki fyrir landslið Ungverjalands, hann hefur skorað 3 mörk í þeim leikjum, þar á meðal sigurmark Ungverja gegn Íslandi í úrslitaleik um laust sæti á EM sem fram fer næsta sumar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir