7 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Þurfa fullt viðhald þótt ekki sé flogið

Skyldulesning

Flugvirkjar Icelandair sjá til þess að vélar félagsins séu flughæfar …

Flugvirkjar Icelandair sjá til þess að vélar félagsins séu flughæfar þegar kallið kemur. Þessi B757-200-vél var í toppstandi á Keflavíkurflugvelli á dögunum

mbl.is/Árni Sæberg

„Þegar vélarnar eru ekki í loftinu þarf að halda þeim við,“ segir Hörður Már Harðarson, yfirflugvirki Icelandair.

Flugvirkjar Icelandair hafa mátt glíma við ný verkefni vegna kórónuveirufaraldursins. Menn sitja ekki með hendur í skauti þótt flugumferð hafi dregist mikið saman síðustu mánuði. Sinna þarf flugvélum af kostgæfni þótt þær séu ekki í notkun og tryggja að þær séu til taks þegar kallið kemur. Það er ekki alltaf auðvelt þegar allra veðra er von.

Hörður segir að einhverjar vélar Icelandair hafi verið settar í geymslu erlendis þar sem er hlýrra og minni raki. Hann segir að þær verði klárar í slaginn þegar flugumferð fer að aukast á ný. Sama gildir um þær vélar sem geymdar eru á Íslandi.

„Við þurfum að halda vélunum flughæfum. Það kallar á að smyrja þær reglulega og bera sérstök efni á bera málmfleti til að verja þá. Þá þarf að setja loftræstikerfi reglulega í gang til að ekki safnist raki í vélunum og jafnvel setja hreyflana í gang,“ segir Hörður Már enn fremur.

„Stærsta og mikilvægasta verkið er þó að þvo vélarnar reglulega svo ekki safnist salt og drulla á þær. Það er ódýrasta en besta viðhald sem þú getur beitt; að þvo flugvélar.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir