-1 C
Grindavik
21. janúar, 2021

Þurfti að útskýra klæðaburð sinn – „Ég held þú hafir gleymt einu“

Skyldulesning

Laura Tobin, veðurfréttakona Good Morning Britain þáttana, vakti mikið umtal á Twitter vegna peysu sem hún klæddist í þætti dagsins. Á meðan Laura var að segja frá því að búist væri við frosti næstu daga snéri hún sér við. Þá mátti sjá að Laura gleymdi að fjarlægja verðmiðann af peysunni sem hún klæddist. The Sun fjallar um málið.

Áhorfendur þáttarins voru ekki lengi að skella sér á samfélagsmiðilinn Twitter til þess að segja frá og gera grín að þessu. „Látið hana vita að miðinn hangir á bakinu hennar,“ skrifaði einn áhorfandi. „Laura, mér finnst nýja peysan flott en ég held þú hafir gleymt einu, verðmiðanum á bakinu,“ skrifar annar. „Það er svo mikil þoka að Laura sá ekki verðmiðann á bakinu sínu,“ skrifar svo enn annar. Þá veltu því einhverjir fyrir sér hvort hún ætlaði að skila peysunni eftir þáttinn.

Eftir allt þetta umtal fann Laura sig knúna til að útskýra klæðaburðinn sinn. „Ég held að við höfum fengið peysuna lánaða. Ég á að skila henni, þess vegna er miðinn ennþá þarna. Þetta er þá allt komið í ljós,“ sagði Laura síðan og lyfti hárinu upp til að sýna að verðmiðinn væri nú farinn.

Innlendar Fréttir