Þurfti að velja á milli eigin leikmanna og svaraði – Þessi verður valinn bestur – DV

0
19

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur valið á milli leikmanna liðsins og er með sína skoðun á hver mun vinna Ballon d’Or í lok árs.

Ballon d’Or verðlaunin eru afhent besta leikmanni heims fyrir hvert ár en allavega þrír leikmenn Real koma til greina.

Vinicius Junior verður fyrir valinu að mati Ancelotti en liðsfélagar hans í Real, Dani Carvajal og Jude Bellingham koma einnig til greina.

,,Mín skoðun á hver mun vinna verðlaunin, Vinicius Junior því hann er afskaplega hæfileikaríkur leikmaður,“ sagði Ancelotti.

,,Hann stóð sig frábærlega á síðustu leiktíð. Það er rétt að Carvajal hafi einnig verið frábær og hann vann deildina, Meistaradeildina og EM.“

,,Jude átti einnig stórkostlegt tímabil, vann deildina og Meistaradeildina. Hann var besti leikmaður deildarinnar.“