5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Þurfum að hefja viðspyrnuna núna

Skyldulesning

Miklu skiptir að hefjast handa við viðspyrnu kórónukreppunnar núna, segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustu í viðtali í Þjóðmálunum, þætti Dagmála í dag. „Þá fáum við fólkið að stærri hluta inn aftur og við getum byrjað, ekki frá núlli heldur einhverstaðar í miðjunni, þannig að tilhlaupið verði styttra.“

Hann segir að komist ferðaþjónustan ekki af stað í sumar sé hætt við því að mikil verðmæti fari í súginn og þekking og reynsla starfsfólks fari forgörðum. Hún sé enn tilbúin til þess að taka á móti ferðamönnum með tiltölulega skömmum fyrirvara, en dragist það fram á haust eða lengur sé alger óvissa um hvað verður eftir sumarið 2022. Þá verði ferðaþjónustan nánast komin á núllpunkt aftur.

Það megi ekki bíða fram að kosningum að ræða það, það þurfi að ræða núna. „Kosningabaráttan er hafin,“ segir Jóhannes Þór.

Í Dagmálum í dag ræðir Andrés Magnússon, blaðamaður Morgunblaðsins, við þá Jóhannes Þór og Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóra Laxa og fyrrverandi formann SFS. Þar var bæði rætt um efnahagsástandið í stóru samhengi og lærdóma þess, en einnig hvaða leiðir væru vænlegastar úr því ástandi þegar farsóttinni linnti og smithætta liði hjá. Í því samhengi ræddu þeir jafnframt hvaða hlutverk bólusetningar léku, en eins grafalvarlegar afleiðingar þess ef þær létu á sér standa.

Dagmál má finna á mbl.is/dagmál en þau eru einungis opin áskrifendum Morgunblaðsins.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir