5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Þurfum að spila eins vel og gegn Chelsea

Skyldulesning

Gylfi Þór Sigurðsson skorar sigurmarkið gegn Chelsea af vítapunktinum.

Gylfi Þór Sigurðsson skorar sigurmarkið gegn Chelsea af vítapunktinum.

AFP

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Everton reiknar með að vera með nokkurn veginn sama lið gegn Leicester annað  kvöld og lagði Chelsea að velli í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði þar sigurmark Everton úr vítaspyrnu og þótti besti leikmaður liðsins í leiknum en hann lagði upp sex af þeim sjö marktækifærum sem liðið fékk. 

James Rodriguez, Fabian Delph og fyrirliðinn Seamus Coleman misstu allir af leiknum við Chelsea og Ancelotti sagði á fréttamannafundi í dag að enginn þeirra væri tilbúinn í slaginn annað kvöld.

„Leicester er með mjög góðan hóp og eldfljóta leikmenn sem eru stórhættulegir í skyndisóknum. Ef við ætlum að ná góðum úrslitum verðum við að spila eins vel og við  gerðum gegn Chelsea, þurfum að verjast vel, vera með einbeitinguna í lagi og ekki gefa þeim færi á að sækja hratt. Þeir eru með magnaðan framherja í Jamie Vardy og hann skorar nánast í hverjum leik. Sóknarleikur þeirra er virkilega árangursríkur,“ sagði Ancelotti um andstæðingana.

Innlendar Fréttir