2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

„Þurfum öll að vera undirbúin fyrir það óvænta“

Skyldulesning

Þriðja forvarnarspjaldið er komið út. Mynd/Samgöngustofa

„Það er mikilvægt að skipverjar kunna að takast á við hættur og óvæntar uppákomur því skortur á því getur leitt til rangra viðbragða sem leitt geta til alvarlegra slysa. Við þurfum öll að vera ætíð undirbúin fyrir það óvænta og í því sambandi skiptir fræðsla mestu máli,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur á öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, í tölvupósti til blaðamanns.

Tilefni orða Einars er að fyrr í þessum mánuði kom út þriðja veggspjaldið undir merkjum „12 hnúta“ en að þessu sinni er það undir fyrirsögninni „Skortur á fræðslu og þjálfun”.

Forvarnarherferðin, sem kynnir til sögunnar veggspjald í hverjum mánuði, er unnin í samstarfi við helstu sérfræðinga í öryggismálum sjómanna, sem eru skólastjóri, kennarar og leiðbeinendur Slysavarnaskóla sjómanna.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa séð um dreifingu efnisins til hagaðila og er fjöldi viðtakenda á fjórða hundrað, upplýsir Einar. „Við viljum þakka SFS sérstaklega fyrir þeirra vinnu og framtak í þessu mikilvæga verkefni,“ skrifar hann.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir